fimmtudagur

Bassahetju músík

Fullt af lögum HÉRNA

Bassaleikar á borð við:
Jeff Berlin, Brian Bromberg, Al Caldwell, Yves Carbonne, Dominique Di Piazza, Michael Manring, Stuart Hamm, Keith Horne, Stewart McKinsey, Joseph Patrick Moore, Adam Nitti, Ray Riendeau, Billy Sheehan, Gary Willis......!!! ... og fleiri!!!!

miðvikudagur

Tónleikar lengra komina nemenda við Tónlistarskóla Reykjanesbæjar

Verða haldnir í sal Akurskóla (Njarðvíkur meginn) fimmtudaginn 17. nóvember n.k. og hefjast þeir kl. 20:00 aðgangur er ókeypis.

Þar munu tveir nemendur mínir spila einleik á rafbassa.

Aron Friðrik Georgsson - Portrait of Tracy - Jaco Pastorius - um 3 mínútur

og

Jón Árni Benediktsson - Forspil (Prélude) úr Svítu nr. 1 í G dúr S. 1007 fyrir einleiks selló eftir Johann Sebastian Bach - um 3 mínútur

Þeir eru báðir 16 ára.



Aron Friðrik Georgsson

mánudagur

Náið í poppkornið....!

HORFA. (99.5 MB)
Bassaleikararnir: Oteil Burbridge, Michael Manring, Francis Rocco Prestia, Victor Wooten & John Patitucci í heljarinnar funky djammi!

HORFA. Snillingurinn sjálfur, Jaco, þegar hann var upp á sitt besta með bræðingssveitinni Weather Report. Þarna er hann að spinna í kringum lagið sitt "Portrait of Tracy".

HORFA. Brian Bromberg er einnig mjög fær kontrabasaleikari. Þarna er hann í nettu ofvirknikasti á einhverri hljóðfærasýningunni!

HORFA. Gary Willis er einn af topp rafbassaleikurum heimsins í dag í jazz/fusion deildinni. Spennið beltin.

HORFA. Nokkrir íslenskir bassaleikarar hafa lært hjá honum Jeff. Hér er hann að berja bassann með þumlinum. Gerir voða lítið fyrir mig verð ég að segja!

HORFA. Bassaleikari bresku sveitarinnar Level 42 lætur bassan finna til te vatnsins. Álíka músíkalst og hurðaskellur.

HORFA. John Patitucci kann handtökin, sama hvort það sé á kontrabassa eða rafbassa, hvort sem það er jazz eða klassík. Hér spilar hann Forspil (Prélude) úr Svítu nr. 1 í G dúr S. 1007 fyrir einleiks selló eftir Johann Sebastian Bach.

HORFA Jeff Berlin lætur gammin geisa í laginu Invitation meðan Jaco sér um bassalínuna.

HORFA. Meistari Marcus Miller að slappa sig í gegnum laglínuna í Teen Town eftir Jaco Pastorius, í þættinum Saturday Night Live árið 1988.


HORFA. Louis "thunder thump" Johnson sýnir okkur ástæðuna fyrir gælunafninu.

HORFA. Michael Manring spilar Teen Town á "The Bass Day '98".

HORFA: Victor Wooten tekur hér sóló á bandalausan bassa með hljómsveitinni Béla Fleck & the Flectones.

. HORFA. Örugglega með fönkaðri kvenndum sem ganga jörðina. Ekki dónalegur bassaleikari hún Me'Shell NdegéOcello!

HORFA. Hinn breski Percy Jones fer fimum höndum um bandalausa bassann. Einstakur stílisti.

HORFA. Hinn sænski Vail Johnson lætur sverfa til stáls. Kann annars lítil deili á honum. Týpískt "eitís" slap "feature".


HORFA. Victor Wooten kennir okkur lexíu.

fimmtudagur

Jaco spilar Portrait Of Tracy á Weather Report tónleikum

Jaco w/Weather Report performs Portrait Of Tracy


Það eru svo fjölmörg önnur vídeó á þessari síðu!

Bréf til Rafbassans

Rafbassanum barst bréf, þau eru alltaf velkomin.
Bréfritari hafði nokkrar spurningar og birti ég þær hér ásamt svörum mínum.


Spurning 1:

Er með 2 spurningar varðandi greinina hjá þér "Lestur bókstafshljóma og
skilningur á þeim
" ..

Varðandi reglu nr. 6, segir þú að Minor sé eingöngu notað til að
minnka 3und….
Er ekki minor notað til að minnka 3und, 6und og 7und?
Eða er þetta bara orðað svona útaf því að 6undin er ekki notuð
endilega í hljómnum..


Svar: Það er vissulega talað um litlar þríundir, litlar 6undir og litlar 7undir (og litlar tvíundir/9undir líka ef út í það er farið), en hér er eingöngu verið að meina þessi tákn fyrir moll sem eru; m, mi, min og - sem eru einungis notuð til að lækka þríundina. 7undin er alltaf lítil eins og áður segir NEMA annað sé tekið fram og þá er það yfirleitt til að stækka hana sbr. reglu 5.: Major, þýðir stór (dúr) og er eingöngu notað til að stækka 7und (sjá reglu nr. 3), tákn fyrir major eru t.d. ma, ma7, maj7 (og þríhyrningur). Dim-hljómar (minnkaðir-hljómar) með 7und hafa s.k. tvílækkaða 7und sem er sama tónbil og stór 6und er. Svo er (stór) 6und oft notuð í stað sjöundar í hljómum. Dæmi um slíkan hljóm er t.d. í byrjuninn á "Like a Virgin" með Madonnu!


Spurning 2:

Annað varðandu Sus4 hljóma.. er sagt að 4und kemur í stað 3undar..
Því er ekki bara talað um að það sé stór 3und…?
er það útaf því að í raun er ekki hægt að stækka 3und aðeins lækka hana
því það er bara hálftónn á milli 3undar og 4undar?…


Svar: Ef maður stækkar stóra þríund um hálftón þá er maður vissulega kominn á FERUNDINA, mikið rétt. Sömuleiðis ef þú bætir 4undinni í/yfir mollhljóm þá ertu kominn með mollhljóm með 11und sem er ekki það sama og SUS. SUS er semsagt án þríundar. Vonandi skildi ég spurninguna rétt.


Spurning 3:
Annað.. eru einhverjar góða bækur sem þú getur mælt með að ég kaupi
varðandi að koma mér meira inn í t.d. nótnalestur og Theory..
Það sem ég er að pæla í er.. kannski einhver góð bók með t.d. verklegum
æfingum með nótnauppskrift og lestri. einnig einhver góð bók varðandi
theory og síðan kannski einhver góð sem hugsanlega sýnir manni
hvernig best væri að yfirfæra þekkingu sýna á hljóðfærið, ekkert of gott að
vera með hausinn yfir fullan af fróðleik en geta ekki komið þekkingunni í notkun
á bassanum..
Ég geri mér vel grein fyrir því að það sé kannski ekki möguleiki á að finna allt
þetta í 3 bókum.. en hugsanlega getur þú bennt mér á góðar bækur til að koma
mér af stað…


SVAR:
Varðandi bækurnar þá mæli ég með:

Lestur: Note Reading Studies For Bass, Höf.: Arnold Evans, Útg.;: Mel Bay

Hljómfræði og tækni: Serious Electric Bass, (The Bass Players Complete Guide To Scales And Chords). Höf.: Joel Di Bartolo, Útg.: Warner Bros.

Svo væri spurning um að kíkja á eitthvað sem gæfi þér færi á að glíma við rhythma og takta. Þeir eru náttúrulega allstaðar í einhverri mynd, ég er að meina svona skipulagt.

Ein mjög fín bók sem kemur inn á marga praktíska hluti er bókin "The Working Bassist's Tool Kit" eftir Ed Friedland. Mjög góð bók sem snertir á flestum hlutum sem gott er að æfa sig í til að styrkja bassaleikarann OG tónlistarmanninn í sér! Ed Friedland hefur reyndar gert slatta af mjög góðum og vel skrifuðum bókum (líka skemmtilega framsettar að mínu mati). T.a.m. "Bass Grooves" (Develope Your Groove & Play Like The Pros In Any Style), "Building Walking Bass Lines (í jazz og blús stíl), "Bass Improvisation" (The Complete Guide to Soloing), "Building Rock Bass Lines" (A solid Foundation for the Rock Bassist). Kíktu endilega á heimasíðuna hans http://edfriedland.com/ og http://edfriedland.com/books.htm fyrir bækurnar!

Svo er líka alltaf sniðugt að skoða línur meistaranna og læra þær og læra af þeim. Bókin “Standing in the Shadows of Motown” er stútfull ef flottum bassalínum t.d., á ýmsum styrkleika stigum.

Svo litist mér bara vel á að fá þig í tíma. Þú virðist vera að spá í og vilja læra þessa hluti og svoleiðis mönnum er yfirleit mjög auðveld að hjálpa/kenna! Það má eiginlega segja að þú sért búinn að fá 1-2 tíma núna ;) hehe! En endilega tékkaðu á þessum bókum, þeir í Tónastöðinni eiga að kannast við þetta allt saman, talaðu bara við hann Gaut.

Note Reading Studies For Bass og Serious Electric Bass ættu að koma þér af stað. En ekki hika við að hafa samband ef þú vilt, þegar þú ert tilbúinn að taka tíma.

Gangi þér vel.

Bk.

Sigurdór

þriðjudagur

Jamiroquai flytur "Seven Days In Sunny June" hjá Tonight Show hjá Jay Leno - 7 November 2005

Video (DivX avi) (29.7mb avi)


Jason Kay & Paul Turner bassaleikari.

Hér er uppritun af bassalínunni eins og hún er á plötunni!
Credit: Simon Merrick

OK!! Ég var kannski fullharð orður hér um daginn. Get ekki annað sagt að þessi flutningur hjá þeim í Jamiroquai sé ekkert annað en framúrskarandi og lagið bara mjög fínt.

Þá væri bara óskandi að hann hefði ekki "yfir-unnið" nýju plötuna svona!

Nýjar fréttir af Stuart Zender hér!

mánudagur

Bassalínur á pdf

HÉRNA!!
... má finna alveg haug af flottum bassalínum úr Acid Jazz og Jazz-popp geiranum. Ekki dónalegur list sem í boði er:

Groove Washington Jr. & Bill Withers
just the two of us | bass by marcus miller

Incognito
after the fall | bass by julian crampton
can't get you out of my head | bass by julian crampton
fountain of life | bass by randy hope-taylor
jacobs ladder [intro] | bass by julian crampton
magnetic ocean [bass solo] | bass by randy hope-taylor
summer's ended | bass by paul 'tubbs' williams
talkin' loud | bass by randy hope-taylor
who needs love | bass by julian crampton

Jamiroquai
canned heat | keyboard bass by toby smith
drifting along | bass by stuart zender
dynamite | bass by alex meadows
seven days in sunny june | bass by derrick mcintyre
when you gonna learn? | bass by andrew levy

Me'Shell Ndegeocello
bittersweet | bass by me'shell

Omar
there's nothing like this | bass by omar lye-fook

Roy Ayers
everybody loves the sunshine | bass by john 'shaun' soloman

Steely Dan
josie | bass by chuck rainey
peg | bass by chuck rainey

Stevie Wonder
sir duke | bass by nathan watts

Bestu þakkir til Simon Merrick.

Jamiroquai + Stuart Zender = snilld



Að mínu mati eru þrír fyrstu diskarnir sem Jamiroquai gaf út, þeirra langsamlegast bestu. Getur ástæðan verið að á þrem fyrstu plötunum var bassasjéníið Stuart Zender á bassanum. Mjög líklega. Frábær bassaleikari sem var að gera stór skemmtilega hluti með og FYRIR Jamiroquai!

Skyldu eign í safni allra bassaleikara að mínu mati!







Þeir diskar sem á eftir komu (Synkronized / A Funk Odyssey / Dynamite): Synkronized er allt í lagi, alveg hægt að hlusta á hana of tjútta við og alveg prýðilegur funk/popp bassaleikur í gangi. A Funk Odyssey ber engan veginn nafn með renntu. Lumar þó á stöku lagi sem hægt er að hlusta á. Dynamite er sko engan veginn neitt dýnamít... Mjög slöpp plata frá þessum fyrrum meistara "Acid Jazz poppsins" og hreinlega bara leiðinleg. Þannig að leiðin hefur vissulega legið niður á við já Jay Kay og félögum.

föstudagur

Nótna heiti og staðsetning á hálsi


Hlaða niður æfingunni á PDF formi: Nótna heiti og staðsetning á hálsi.pdf

Það er að mínu mati mjög mikilvægt að byrjendur á rafbassa læri nótna heitin á hálsi bassans. Til að einfalda málið má byrja á fyrstu 5 böndunum á hverjum streng fyrir sig (jafnframt því að kunna heiti allra opinna strengja). Gott er að kunna og hafa í huga tónlistarstafrófið sem er ABCDEFG. Dýpsta nótan á 4 strengja bassa er nótan E svo koma þær hver á fætur annari í stafrófsröð. F er t.d. á fyrsta bandi E-strengs.

Gott er einnig að þekkja tónbilin hálftónn og heiltónn til að hjálpa sér að fara yfir nótnaheitin. Tónbil er samhengi (fjarlægð) einhverra tveggja tóna/nótna. Hálftónn er t.a.m. hreyfing (á nótu) upp eða niður um eitt band á hálsi bassans. Heiltónn er svo hreyfing upp eða niður um tvö bönd.

Á milli allra tóna er heiltónn, NEMA B og C, og svo E og F. T.d er heiltónn á milli F - G - A - B og C - D - E.
Til að finna út heitin á nótunun sem eru á milli heiltónanna notum við hækkunar- og lækkunarmerki. Hækkunar merkið lítur út eins og # og lækkunar merkið líkist b (litlu b).

# Hækkar nótu um 1/2 tón og bætist "ís" ending við heiti nótunar. F verður t.d FíS þegar það er hækkað um 1/2 tón.

b lækkar nótu um 1/2 tón og bætist "es" endin við heiti nótunar. G verður t.d. GES þegar það er lækkað um 1/2 tón.

Ges og Fís eru á sama bandi á bassanum og hafa sömu tónhæð.

Þær nótur sem hafa "ís" og "es" endingar í heiti sínu er sömu nótur og eru svörtu nótunar á píanóinu. Þetta eru nóturnar Fís, Gís, Aís, Cís, Dís,og Ges, As, Bes, Des, Es. Á píanóinu sést einnig mjög skýrt hvar er farið upp eða niður um heiltón eða 1/2 tón milli nótna. "Svörtu" nótunar eru bara 5 í raun, þar sem þær heita tveimur nöfnum eftir því hvort verið er að hækka eða lækka viðkomandi tón.

Meira um NÓTUR, nótnalínur, lykla, tónstiga og tónbil má lesa á Tónlistarvef Baldurs.

Eins og alltaf eru allar spurningar og ábendingar vel þegnar. Hvort sem er í gegnum "comments" hér að neðan eða bara í e-mail.