Rafbassanum barst bréf, þau eru alltaf velkomin.
Bréfritari hafði nokkrar spurningar og birti ég þær hér ásamt svörum mínum.Spurning 1: Er með 2 spurningar varðandi greinina hjá þér "Lestur bókstafshljóma og
skilningur á þeim" ..
Varðandi reglu nr. 6, segir þú að Minor sé eingöngu notað til að
minnka 3und….
Er ekki minor notað til að minnka 3und, 6und og 7und?
Eða er þetta bara orðað svona útaf því að 6undin er ekki notuð
endilega í hljómnum..Svar: Það er vissulega talað um litlar þríundir, litlar 6undir og litlar 7undir (og litlar tvíundir/9undir líka ef út í það er farið), en hér er eingöngu verið að meina þessi
tákn fyrir moll sem eru;
m,
mi,
min og
- sem eru einungis notuð til að lækka þríundina. 7undin er alltaf lítil eins og áður segir NEMA annað sé tekið fram og þá er það yfirleitt til að stækka hana sbr.
reglu 5.:
Major, þýðir stór (dúr) og er eingöngu notað til að stækka 7und (sjá reglu nr. 3), tákn fyrir major eru t.d. ma, ma7, maj7 (og þríhyrningur). Dim-hljómar (minnkaðir-hljómar) með 7und hafa s.k. tvílækkaða 7und sem er sama tónbil og stór 6und er. Svo er (stór) 6und oft notuð í stað sjöundar í hljómum. Dæmi um slíkan hljóm er t.d. í byrjuninn á "Like a Virgin" með Madonnu!
Spurning 2:
Annað varðandu Sus4 hljóma.. er sagt að 4und kemur í stað 3undar..
Því er ekki bara talað um að það sé stór 3und…?
er það útaf því að í raun er ekki hægt að stækka 3und aðeins lækka hana
því það er bara hálftónn á milli 3undar og 4undar?…Svar: Ef maður stækkar stóra þríund um hálftón þá er maður vissulega kominn á FERUNDINA, mikið rétt. Sömuleiðis ef þú bætir 4undinni í/yfir mollhljóm þá ertu kominn með mollhljóm með 11und sem er ekki það sama og SUS. SUS er semsagt án þríundar. Vonandi skildi ég spurninguna rétt.
Spurning 3: Annað.. eru einhverjar góða bækur sem þú getur mælt með að ég kaupi
varðandi að koma mér meira inn í t.d. nótnalestur og Theory..
Það sem ég er að pæla í er.. kannski einhver góð bók með t.d. verklegum
æfingum með nótnauppskrift og lestri. einnig einhver góð bók varðandi
theory og síðan kannski einhver góð sem hugsanlega sýnir manni
hvernig best væri að yfirfæra þekkingu sýna á hljóðfærið, ekkert of gott að
vera með hausinn yfir fullan af fróðleik en geta ekki komið þekkingunni í notkun
á bassanum..
Ég geri mér vel grein fyrir því að það sé kannski ekki möguleiki á að finna allt
þetta í 3 bókum.. en hugsanlega getur þú bennt mér á góðar bækur til að koma
mér af stað…SVAR:Varðandi bækurnar þá mæli ég með:
Lestur: Note Reading Studies For Bass, Höf.: Arnold Evans, Útg.;: Mel Bay
Hljómfræði og tækni: Serious Electric Bass, (The Bass Players Complete Guide To Scales And Chords). Höf.: Joel Di Bartolo, Útg.: Warner Bros.
Svo væri spurning um að kíkja á eitthvað sem gæfi þér færi á að glíma við rhythma og takta. Þeir eru náttúrulega allstaðar í einhverri mynd, ég er að meina svona skipulagt.
Ein mjög fín bók sem kemur inn á marga praktíska hluti er bókin "The Working Bassist's Tool Kit" eftir Ed Friedland. Mjög góð bók sem snertir á flestum hlutum sem gott er að æfa sig í til að styrkja bassaleikarann OG tónlistarmanninn í sér! Ed Friedland hefur reyndar gert slatta af mjög góðum og vel skrifuðum bókum (líka skemmtilega framsettar að mínu mati). T.a.m. "Bass Grooves" (Develope Your Groove & Play Like The Pros In Any Style), "Building Walking Bass Lines (í jazz og blús stíl), "Bass Improvisation" (The Complete Guide to Soloing), "Building Rock Bass Lines" (A solid Foundation for the Rock Bassist). Kíktu endilega á heimasíðuna hans
http://edfriedland.com/ og
http://edfriedland.com/books.htm fyrir bækurnar!
Svo er líka alltaf sniðugt að skoða línur meistaranna og læra þær og læra af þeim. Bókin “Standing in the Shadows of Motown” er stútfull ef flottum bassalínum t.d., á ýmsum styrkleika stigum.
Svo litist mér bara vel á að fá þig í tíma. Þú virðist vera að spá í og vilja læra þessa hluti og svoleiðis mönnum er yfirleit mjög auðveld að hjálpa/kenna! Það má eiginlega segja að þú sért búinn að fá 1-2 tíma núna ;) hehe! En endilega tékkaðu á þessum bókum, þeir í Tónastöðinni eiga að kannast við þetta allt saman, talaðu bara við hann Gaut.
Note Reading Studies For Bass og Serious Electric Bass ættu að koma þér af stað. En ekki hika við að hafa samband ef þú vilt, þegar þú ert tilbúinn að taka tíma.
Gangi þér vel.
Bk.
Sigurdór