föstudagur

Nótna heiti og staðsetning á hálsi


Hlaða niður æfingunni á PDF formi: Nótna heiti og staðsetning á hálsi.pdf

Það er að mínu mati mjög mikilvægt að byrjendur á rafbassa læri nótna heitin á hálsi bassans. Til að einfalda málið má byrja á fyrstu 5 böndunum á hverjum streng fyrir sig (jafnframt því að kunna heiti allra opinna strengja). Gott er að kunna og hafa í huga tónlistarstafrófið sem er ABCDEFG. Dýpsta nótan á 4 strengja bassa er nótan E svo koma þær hver á fætur annari í stafrófsröð. F er t.d. á fyrsta bandi E-strengs.

Gott er einnig að þekkja tónbilin hálftónn og heiltónn til að hjálpa sér að fara yfir nótnaheitin. Tónbil er samhengi (fjarlægð) einhverra tveggja tóna/nótna. Hálftónn er t.a.m. hreyfing (á nótu) upp eða niður um eitt band á hálsi bassans. Heiltónn er svo hreyfing upp eða niður um tvö bönd.

Á milli allra tóna er heiltónn, NEMA B og C, og svo E og F. T.d er heiltónn á milli F - G - A - B og C - D - E.
Til að finna út heitin á nótunun sem eru á milli heiltónanna notum við hækkunar- og lækkunarmerki. Hækkunar merkið lítur út eins og # og lækkunar merkið líkist b (litlu b).

# Hækkar nótu um 1/2 tón og bætist "ís" ending við heiti nótunar. F verður t.d FíS þegar það er hækkað um 1/2 tón.

b lækkar nótu um 1/2 tón og bætist "es" endin við heiti nótunar. G verður t.d. GES þegar það er lækkað um 1/2 tón.

Ges og Fís eru á sama bandi á bassanum og hafa sömu tónhæð.

Þær nótur sem hafa "ís" og "es" endingar í heiti sínu er sömu nótur og eru svörtu nótunar á píanóinu. Þetta eru nóturnar Fís, Gís, Aís, Cís, Dís,og Ges, As, Bes, Des, Es. Á píanóinu sést einnig mjög skýrt hvar er farið upp eða niður um heiltón eða 1/2 tón milli nótna. "Svörtu" nótunar eru bara 5 í raun, þar sem þær heita tveimur nöfnum eftir því hvort verið er að hækka eða lækka viðkomandi tón.

Meira um NÓTUR, nótnalínur, lykla, tónstiga og tónbil má lesa á Tónlistarvef Baldurs.

Eins og alltaf eru allar spurningar og ábendingar vel þegnar. Hvort sem er í gegnum "comments" hér að neðan eða bara í e-mail.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home