miðvikudagur

The Quarter Note Melody - gangandi bassalínur

http://www.instituteofbass.com/bass_lessons/jim_stinnett/qnm/

Fín grein fyrir þá sem eru áhugasamur um að spila "betri" bassalínur eða línur sem hljóma betur. Það getur þó vissulega verið erfitt að skilgreina hvað gerir línur betri. Hér er gert ráð fyrir að menn hafi gott "groove" og fókusinn er á nótnavalið. Melódískar línur.

The Spell - Leaves


Download: The Spell - The Leaves_0001.pdf

Hér er hluti af bassalínunni úr laginu Spell með þeim félögum í Leaves. Þetta ætti a.m.k. að koma einhverjum af stað.

Það sem mér þótti athyglisvert, þegar ég fór að kafa dýpra í þetta lag, var hversu mikið nótnaval bassaleikarans stangast á við laglínuna hjá söngvaranum. Tæknilega/fræðilega séð eru þeir varla í sömu tóntegund. En þetta heyrist samt varla við hlustun. En maður fer að velta því fyrir sér afhverju öll þessi bjögun var sett á bassann!

Kaupa plötu Leaves "The Angela Test"

þriðjudagur

Tónlist

Skellti mér á nokkra diska þar sem bassaleikarar eru við stjórnvölinn. Óhætt að mæla með þessum fyrir okkur nördana!

MATTHEW GARRISON: Matthew Garrison

MICHAEL MANRING: Soliloquy

FRANS VOLLINK - SEBASTIAAN CORNELISSEN: One Spirit

Get líka óhikað mælt með þessu fyrirtæki sem er að selja þá, www.cdbaby.com. Hröð og góð þjónusta, og frekar ódýrt líka. Hingað komnir var hver diskur á um 1700 kr. með tollinum.

Gleðilegt ár .. bassaleikarar og aðrir

Spurning hvort maður eigi að fara að vera duglegri við að setja inn færslu hér. Hvað segið þið um það?

En smá linkar:

The Undisputedly Perfect Idiot’s Guide to Dating a (male) bass player

og fleira góðgæti....