mánudagur

Jamiroquai + Stuart Zender = snilld



Að mínu mati eru þrír fyrstu diskarnir sem Jamiroquai gaf út, þeirra langsamlegast bestu. Getur ástæðan verið að á þrem fyrstu plötunum var bassasjéníið Stuart Zender á bassanum. Mjög líklega. Frábær bassaleikari sem var að gera stór skemmtilega hluti með og FYRIR Jamiroquai!

Skyldu eign í safni allra bassaleikara að mínu mati!







Þeir diskar sem á eftir komu (Synkronized / A Funk Odyssey / Dynamite): Synkronized er allt í lagi, alveg hægt að hlusta á hana of tjútta við og alveg prýðilegur funk/popp bassaleikur í gangi. A Funk Odyssey ber engan veginn nafn með renntu. Lumar þó á stöku lagi sem hægt er að hlusta á. Dynamite er sko engan veginn neitt dýnamít... Mjög slöpp plata frá þessum fyrrum meistara "Acid Jazz poppsins" og hreinlega bara leiðinleg. Þannig að leiðin hefur vissulega legið niður á við já Jay Kay og félögum.

2 Comments:

Anonymous Nafnlaus sagði...

Djö..... er ég sammála þér þarna - Zender er mikill snillingur og Jamiroquai er eins og undanrenna eftir að hann hætti (eða var rekinn), en var áður hnausþykkur rjómi (hmm,kannski ekkert rosalega flott samlíking). Ég myndi segja að þitt næsta mission sé að grafa upp eitthvað skemmtilegt með Zender fyrir og eftir Jamiroquai :)

8/11/05 21:39  
Blogger Siggidóri sagði...

Ég á nú ekki mikið von á því að geta grafið upp eitthvað með Zender áður en hann gekk til liðs við Jamiroquai, enda var kappinn einungis 19 ára þegar sá atburður átti sér stað.

Hins vegar er hægt að hlusta á nýlegri hljóðdæmi á síðunni hans með bandi sem heitir Leroi (sem var fyrir skemmstu að skrifa undir milljóna samning við GEFFEN útgáfu risann fyrir tilstuðlan Leonardo DiCaprio sem er vinur Stuart Zender. Leo fékk umboðsmann sinn(eða framleiðanda), Rick Yorn til að gefa þeim gaum með þessum árangri!). Þannig að ég býst við að við fáum að fylgjast með þeim í framtíðinni. Þeim hefur verið líkt við Coldplay, The Beatles og Earth, Wind & Fire (!!!).

P.S. Fyrst ég var að dásama svona bassaleikinn á fyrstu Jamiroquai plötunum, þá verð ég að taka það fram að Andrew Love Levy bassaleikari The Brand New Heavies spilaði bassann á fyrstu smáskífu Jamiroquai (When You Gonna Learn)!

8/11/05 22:19  

Skrifa ummæli

<< Home