fimmtudagur

Lestur bókstafshljóma og skilningur á þeim

Lestur bókstafshljóma.

Tónstigi (skali/scale) hefur (oftast) sjö nótur. Ef oddatölurnar 1, 3, 5, 7, eru spilaðar samtímis myndast hljómur með fjórum nótum (grunntón, þríund, fimmund og sjöund) og dregur hljómurinn nafn sitt af grunntóninum t.d. C eða G. Hér koma nokkrar reglur um bókstafshljóma.

1) Bókstafur þýðir þrjár nótur; grunntónn, 3und og 5und. Ef hljómurinn væri t.d. (skrifaður) D, þá vitum við að hann inniheldur D (grunntón), F# (stór 3und (ath. reglu nr. 2)) og A (hrein 5und (ath. reglu nr. 2).

2) 3und og 6und eru alltaf stór (dúr), nema annað sé tekið fram.

3) 7und er alltaf lítil nema annað sé tekið fram.

4) 4und og 5und eru hrein, 4und getur verið stækkuð (#4), og 5und getur verið minnkuð (b5) eða stækkuð (#5).

5) Major, þýðir stór (dúr) og er eingöngu notað til að stækka 7und (sjá reglu nr. 3), tákn fyrir major eru t.d. ma, ma7, maj7 (og þríhyrningur).

6) Minor, þýðir lítill (moll), og er eingöngu notað til að minnka 3und (sjá reglu nr.2), tákn fyrir moll eru; m, mi, min og -.

7) Augmented , þýðir stækkaður hljómur (stór 3und og stækkuð 5und) og er skammstöfunin aug oftast notuð, einnig er & notað.

8) Diminished, þýðir minnkaður hljómur (lítil 3und og lítil 5und) og er skammstöfunin dim oftast notuð, einnig er táknið o notað.

9) Halfdiminished, þýðir hálfminnkaður (lítil 3und, lítil 5und og lítil 7und) og er táknaður sem; m7(b5) (sjá tákn fyrir moll-hljóma upp á aðra möguleika), einnig er táknið Ø oft notað.

10) Suspended, þýðir að 4und kemur í stað 3undar í hljóminn og er skammstöfunin sus eða sus4 oftast notuð.

11) Altered þýðir breyttur hljómur og breytast 2und, 4und og 5und og er hann skammstafaður alt eða alt7 (hann inniheldur s.s. stóra 3und og litla 7und)

Þær nótur sem eftir eru í tónstiganum þ.e. 2. 4. 6. eða 2und, 4und og 6und eru spilaðar einni áttund hærra og nefnast spennur (tensions).

12) 2und verður að 9und,hana er svo hægt að stækka eða minnka (b9) og/eða (#9) (sjá reglu 11. um altered-hljóma).

13) 4und verður að 11und, hana er svo hægt að stækka (#11).

14) 6und verður að 13und, sem er svo hægt að minnka (b13) (=lítil 13und).

2 Comments:

Anonymous Nafnlaus sagði...

Þú hefur of mikinn frítíma. :D

24/10/05 00:06  
Blogger Siggidóri sagði...

ÞÖGN í BEKKNUM!!!

24/10/05 00:15  

Skrifa ummæli

<< Home