sunnudagur

Rafbassinn: Saga og þróun í djass og bræðings-tónlist -- Marcus Miller




Bassaleikarinn Marcus Miller fæddist 14. júní 1959 í Brooklyn og ólst upp í Jamaica hluta Queens-hverfis í New York.
Fyrstu kynni hans af tónlist urðu er hann heyrði föður sinn, sem var kirkju organisti, spila allt frá gospelsálmum til klassísku tónbókmenntanna. Marcus fékk svo smekk fyrir djasstónlist eftir að hafa heyrt frænda sinn Wynton Kelly spila á píanó (Kelly er þekktastur fyrir píanóleik sinn með Miles Davis). Listagyðjan hafði smitað Marcus af tónlistar áhuga og brast hann með það sama í söng. Það var svo um tíu ára aldurinn sem hann hóf klarinettið á loft og blés í. Skömmu síðar náði vinsælda popp þess tíma tangarhaldi á honum og listamenn og hljómsveitir á borð við Kool & The Gang, Stevie Wonder, The Jackson 5 og Isaac Hayes náðu áttu athygli hans. Klarinettið gerði honum ekki auðveld með að komast í hljómsveitir í hverfinu þannig að hann reyndi fyrir sér á saxafón og orgel áður enn bassinn varð hans hljóðfæri. Þeir bassaleikarar sem hinn ungi Marcus tók sér til fyrirmyndar voru t.d. Robert Bell í Kool & The Gang, Francis “Rocco” Prestia í Tower of Power, síðar urðu bræðings-boltarnir honum hvatning, t.a.m. Stanley Clarke og Weather Report bassaleikararnir Alphonso Johnson og Jaco Pastorius. Tónlist Jaco fékk þó meiri athygli en tónlist hinna.



Það var klarinettið sem kom honum inn í High School of Music & Arts og síðar Queens Collage, en það var bassinn sem halaði inn fyrstu “giggin” hans sem atvinnutónlistarmanns. Hann spilaði t.a.m. með hljómborðsleikaranum Lonnie Liston Smith og fyrstu hljóðversvinnuna fékk hann enn á táningsaldri með flautuleikkonunniBobbi Humphrey, það var platan “Indivituals”. Eftir það fór hann í tónleikaferðalag með trommaranum Lenny White. Er heim var komið fékk hann starf í gegnum Buddy Williams (trommara Bobbi Humphrey) við að spila í sjónvarpsþáttunum “Saturday Night Live”. Þar komst hann í kynni við saxafónleikarann David Sanborn, sem notaði Marcus á plötunni “Voyeur” og tilfallandi tónleikaferðalög. Boltinn var farinn að rúlla á fullu og um það leiti sem Miles Davis hringi í Marcus, þá var svo sannarlega kominn “Miller Time”, stund okkar manns runnin upp í tónlistarheiminum.




Stíll og tækni Marcus Miller er með miklum ágætum. Hann hefur verið hvað þekktastur fyrir þá tækni að nota þumal hægri handar til að slá með strengina (e. slap technique) og einnig er hann afbragðs spilari á bandalausann bassa. Það svo sem leynir sér ekkert að hann hefur tekið sér Jaco sér til fyrirmyndar, en hann hefur samt náð að mynda sinn eignn stíl úr öllum þessum áhrifum. Það sama má segja um slaptæknina, sem er sprottin frá Larry Graham en Stanley Clarke tók svo upp á sína arma (eða þumal...) og betrum bætti, Marcus gerir þetta allt að sínu, með sinni eigin útfærslu og nálgun.



Sem “slappari” þá hefur hljómur hans einkennst af skýrum og tærum hljóm, sem hefur þó heilmikinn botn og “punch”. Sem fyrr segir er þumallinn aðalega notaður en þó kemur “pop-“ið fyrir (þá er strengurinn “snappaður” næstum því neðan frá og fæst þá frekar hvellur hljómur sem sker í gegn). Til að ná sem bestum slap-hljóm þá slær Marcus strengina við enda fingraborðsins. Önnur tækni sem Marcus hefur talsvert notað er að dempa strengina með hægri handar jaðrinum og spilar svo með þumlinum (þó ekki slap!!). Anthony Jackson hefur einnig notast við þessa tækni. Stór hluti af stíl Marcusar er þó hversu er ótrúlega “funky” hann er og með “groove” pakkann á kristal tæru.



Marcus Miller hefur notið mikilla vinsælda og hlotnast haugur af viðurkenningum t.d. frá Bass Player (t.a.m. bassaleikari ársins 1995) og þó nokkrar Grammy tilnefningar t.d. fyrir sólóplötu hans “Tales” sem kom út árið 1995. Grammy verðlaun hefur hann (a.m.k.) hlotið fyrir “Voyeur” plötu David Sanborn og núna seinast fyrir sína eigin plötu “M2” sem kom út fyrir skemmstu.

Úrtak af plötum MM.

Marcus Miller - Warner Brothers (1984)
The Sun Don't Lie - PRA (1993)
Tales - PRA (1995)
Live & More - GRP/PRA (1998)
Suddenly - Import (1998)
Best Of Marcus Miller - Japanese (2000)
M2 - Telarc (2001)

Hlustið á nýjustu plötu Marcus Miller, Silver Rain, í iTunes
Fleiri hljóðdæmi með Marcus Miller

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home