laugardagur

Rafbassinn: Saga og þróun í jazz og bræðings-tónlist -- Monk Montgomery og aðrir frumherjar rafbassans.


Montgomery bræðurnir

Á meðal þeirra allra fyrstu til að nota rafbassa (nánar til tekið “Fender Precision”) var Roy Johnson sem var í hljómsveit Lionel Hamptons, og spilaði sveitin sú blöndu af swing og (þess tíma) R&B, e-h. konar frumgerð af “jazz/rock’n’roll fusion”. Roy Johnson var þó ekki lengi í röðum Hamptons, en rafbassinn varð kyrr í bandinu og við honum tók William Monk” Montgomery (1921-1982). Monk var fyrsti spilarinn á þeim tíma (í kringum 1951-’53) sem virkilega vakti athygli á hinu splunkunýja hljóðfæri sem rafbassinn var. Þó að Monk fengi athyglina og heiðurinn sem þessi frumherji sem hann var, þá hefði ekkert af þessu gerst með þessum hætti ef ekki hefði komið til vilji hljómsveitarstjóranns til að nota rafbassann í hljómsveit sinni. Allt bendir til þess að hann hafi verið manna fyrstur (í París árið 1953) til að spila inn á jazz plötu með rafbassa, og jafnvel fyrstur allra burtséð frá tónlistarstíl, en heimildir vantar til að staðfesta það.
Monk kom úr fjölskyldu þar sem tónlist var í hávegum höfð og voru t.a.m. 3 bræður hans hljóðfæraleikar, gítarleikarinn Wes þeirra þekktastur. Þeir bræður spiluðu m.a. saman í hljómsveitunum Montgomery Brothers og Mastersounds.

Meðal helstu bassaleikara sem höfðu áhrif á Monk (sem byrjaði reyndar frekar seint á ævinni að reyna sig í tónlist, í kringum þrítugs aldurinn) voru t.d. Jimmy Blanton, Ray Brown, Charles Mingus og Oscar Pettiford, einnig höfðu hljómsveitir John Coltrane og Miles Davis áhrif á hann.

Varðandi tækni Williams “Monk” Montgomery á rafbassann, þá var hún kannski ekki upp á marga fiska ef maður miðar við nútímann. Monk nálgaðist hljóðfærið sem það væri kontrabassi og það skilaði sér í tónlistinni. Hann notaði fyrst og fremst þumalinn til að mynda tóninn. Hraði var ekki það sem þessi tækni bauð upp heldur (að hans eigin mati) hinn lagrænni tónn. Monk Montgomery lést í Las Vegas 20. maí árið 1982 en þar hafði hann starfað sem hljóðvers- og leikhús spilari, ásamt því að þeyta skífum á útvarpsstöð og þess að vera stofnandi og skipileggjari Las Vegas Jazz Society.



Dæmi um spila stíl hans má finna á:
Montgomery Brothers The Montgomery Brothers And Five Others (endurútgefið sem) Wes, Buddy & Monk Montgomery (World Pacific/Pacific Jazz 1957)
Montgomeryland (Pacific Jazz 1959)
The Montgomery Brothers (Fantasy 1960)
Montgomery Brothers The Montgomery Brothers In Canada (Fantasy 1961)
Montgomery Brothers Groove Yard (Riverside 1961)
Wes' Best (Fantasy 1967)
It's Never Too Late (Mojazz 1969)
Reality (Philadelphia International 1974)
Love Walked In - George Shearing (Jazzland 1961).


SG

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home