ALLT sem viðkemur rafbassanum.
Hér ætla ég að nördast svolítið um rafbassann og allt sem ég tel viðkoma honum og tónlist þar sem hann fær að njóta sín í.
Til að byrja með ætla ég að birta, í bútum, ritgerð sem ég og Jóhann Ásmundsson skrifuðum (tókum saman) í Kennaradeild Tónlistarskóla FÍH vorið 2003.
Svo má búast við allskona uppritum (transcriptions/nótum) og tilfallandi "námsefni" og æfingum.
Ef einhverjir hafa á huga á að gerast gestapennar hér á þessari síðu þá er um að gera að senda mér línu (póstur og messenger spjall).
Vonandi finna einhverjir eitthvað við sitt hæfi hér á rafbassinn.blogspot.com