fimmtudagur

Halló

Sælir ágætu lesendur og aðrir lesendur :)

Sigurdór bauð mér nú á dögunum að taka þátt í þessari síðu og þáði ég það boð. Þótt að ég sé ungur að aldri þá vona ég að ég geti nú samt frætt fólk eitthvað um rafbassann og fræga spilara..

þannig að það er bara best að drífa í þessu og skella inn fyrstu greininni..


Þar sem ég er ekkert það mikið að spá í bassaleikurum nema þeir séu í hljómsveitum sem ég hlusta á þá ætla ég bara að byrja á grein um skemmtilega breytingu á bassa..

ég ætla sem sagt að kenna ykkur að setja parallel/series rofa í bassa eða hliðtengd/raðtengd rofa.. fender kallar þetta í S-1 og er american bössunum þeirra.. fyrir jazz bass þá virkar þetta eins og að geta haft hann standard og svissað yfir í að vera eins og precision bass.. gefur semsagt feitari og meiri svona miðju tón.. ég ætla semsagt að þýða tutorial sem ég fann á netinu og fór eftir sjálfur..


Þessi breyting er ætluð fyrir þá sem hafa passive bassa og tvo pickuppa.. og svo einn volume takka á hvorn..

ég gerði þessa breytingu á jazz bass sem ég átti frá enda árs 2004 til 2006 og var hann orðinn dálítið mikið breyttur..


í þetta þarftu:

*Víra

*DPDT rofa eða það er líka hægt að skipta út tón takkanum fyrir tón takka með innbygðum DPDT rofa.. þá sleppuru við að bora fyrir nýja.. ég hef ekki séð svoleiðis rofa hérna á íslandi en hægt er að fá hann hérna : rofi

*Lóðjárn og smá kunnáttu í því

*tíma og nóg af honum..

ok þegar þú ert búinn að víra tone potinn rétt (ef þú ætlar að nota svoleiðis) þá ætti rofinn að líta svona út undir (ég set númerinn svo hægt sé að segja hvert á að tengja


°1 4°
°2 5° DPDT rofinn
°3 6°

hvernig á að víra þetta:

-lóðaðu vír á milli 1 og 4

- klipptu á heita vírinn frá neck pickuppnum í miðjunni (ef hann er nógu langur) og tengdu þá vírinn frá pickuppnum í 2 og vírinn frá volume takkanum í 3

- klipptu jarðar(ground) vírinn frá bridge pickuppnum í miðjunni (ef hann er nógu langur) og tengdu vírinn frá pickuppnum í 5 og vírinn frá volume takkanum í 6

jæja þá á þetta að að vera rétt tengd.. semsagt þegar rofinn er í áttina að 3 og 6 þá eiga tengingarnar að vera 2 til 3 og 5 til 6 eins og hann er venjulega tengdur.. síðan togaru í áttina til 1 og 4 og þá verða tengingarnar 2 til 1 og 1 til 4 og 4 til 5 og er hann þá series tengdur eða raðtengdur.. það á að gefa feitari hljóm..

ef þetta er rétt gert þá á neck volume takkinn ekki að virka þegar hann er tengdur í series.. þá er bridge orðinn master volume..

takk fyrir mig..
p.s.
hérna er rofinn sem ég notaði















og hvernig ég gekk frá þessu:) (þurfti að taka úr bodýinu undir en það sést ekkert og var mjög vel gert :)
















og hvernig þetta breytist tenginga-lega séð..

7 Comments:

Anonymous Nafnlaus sagði...

Hæ, velkominn - gaman að fá svona grein inn á þessa skemmtilegu síðu. Þó ég muni ekki nota þessar leiðbeiningar.
Er enginn hér á landinu sem getur gert svona pro-setup á bassa?
Tekið hálsinn í gegn og stillt allt sem þarf bæði hvað varðar intonation og hvernig maður vill hafa hann uppsettan til að spila á hann?
Maður kann svosem eitthvað að fikta í þessu sjálfur en ég vildi láta einhvern sem vissi nákvæmlega hvað hann er að gera, gera þetta fyrir mig.

13/4/06 13:23  
Blogger Siggidóri sagði...

RS:

Ég hef velt því sama fyrir mér. Varðandi setup og stillingar. Eggert gítarsmiður var/er eitthvað í þessu. Ég lét hann eitt sinn pússa böndinn á Pedulla bassanum mínum og um leið stillti hann "settupið". En ég hef nú (síðan) séð um þetta sjálfur á mínum bössum og nemenda minna. En ég notast þó ekki við vísindalegar mælingar til að komast að niðurstöðu heldur nota ég reynsluna og tilfinninguna fyrir hljóðfærinu (sem og eyrun í innbyrðist stillingar). En oftast eru þetta nú innbyrðis stillingar og "feelið" á hálsinum í gegnum "truss rod" stillingar, sem og stillingar á "stólnum".

Innbyrðis stillingar er samt mjög gott að kunna sjálfur þar sem, stillingarnar geta breyst við minnsta tilefni. T.d. breytist það bara við hefðbundna notkun. Ég setti t.d. nýja strengja tegund í Laklandinn um daginn (sömu stærðir samt) og varð hann þá aðeins falskur á sumum strengjunum á efra "registeri".

Ekki veit ég hvort þú ert einhverju nær um þetta, en svona geri ég þetta ;)

13/4/06 14:05  
Anonymous Nafnlaus sagði...

Takk fyrir svarið.
Ég verð að gefa mér meiri tíma í þetta og lesa mér betur til. Ég veit um fínar greinar til skoða varðandi þetta. Og fara varlega í "truss-rod" stillingar svo maður rústi ekki hálsinum.
Ég hef svolitlar áhuggjur hvað ég þarf að færa "söðulinn" langt aftur á "stólnum" til þess að fá E og A strengina góða á 12. og 18 bandi (ef ég man rétt), ætli það sé merki um að eitthvað sé að?

13/4/06 22:17  
Blogger Siggidóri sagði...

Verði þér að því...

Gaman væri að frétta meira af þessum greinum sem þú veist um, hvort þær sé "online".

Já það borgar sig að fara varlega í "truss-rod" stillingar. En yfir leitt eru þetta nú bara minni háttar hreyfingar, svona ef allt er eðlilegt.

Ætli það sé ekki frekar á 19. bandi ;) ... og já það gæti verið vísbending um að eitthvað sé aðeins "off" ..... notarðu bara ekki hefðbundna strengja þykkt? 45-65-85-105.

Kv. SG

13/4/06 22:26  
Anonymous Nafnlaus sagði...

Aha ok, 19. band - ég er ekki með bassann hjá mér og minnið hefur greinilega svikið mig :)

Greinarnar sem ég hafði í huga eru:

http://www.garywillis.com/pages/bass/bassmanual/setupmanual.html

og

http://www.fender.com/support/setup/basssetup.php

Ég nota annars bara venjulega strengi jú, líklega eru þetta þykktirnar. Ég finn vonandi út úr þessu þegar ég gef mér tíma í þetta.

14/4/06 10:25  
Anonymous Nafnlaus sagði...

Hmm, það er eins og fyrri urlið sjáist ekki allt. Eftir síðasta / kemur

setupmanual.html

14/4/06 10:28  
Blogger Siggidóri sagði...

Flott!!

15/4/06 02:33  

Skrifa ummæli

<< Home