Video: Bireli Lagrene - Dinello w/ Dominique Di Piazza
"Gypsy, Swing, Fusion, Post-Bop" gítarleikarinn Bireli Lagrene lék hér um árið með Jaco Pastorius. Hér er hann á ferð með bassaleikaranum Dominique Di Piazza. Fer hann mikinn í samleik og spuna.
áhugavert,þolir 1-2 hlustun,vandamál hversu margir rafmagnsbassagítarleikarar eru leiðiðlegir tónlistarmenn,þrátt fyrir að hafa mikla og hraða yfirferð á hljóðfærið,
Mér þótti þetta frekar leiðinlegt. Þar er ég sammála. Enda ekki mjög hrifinn að "sígauna jazz". Mér þótti hinsvegar nálgun Dominique Di Piazza á hljóðfærið vera sérstök.
Værirðu til í að rökstyðja/útskýra nánar eftirfarandi athugasemd þína:
"vandamál hversu margir rafmagnsbassagítarleikarar eru leiðiðlegir tónlistarmenn,þrátt fyrir að hafa mikla og hraða yfirferð á hljóðfærið",
svo hún sé skiljanlegri !
Hvernig og fyrir hvern er það vandamál? Eru þeir leiðinlegir þrátt fyrir tæknina? Eða vegna hennar? Ertu þá að meina að þér þyki almennt tæknilegir hljóðfæraleikarar skemmtilegir, bara ekki rafbassaleikarar?